Fjórðungsúrslit karla og kvenna fara fram á einum degi

Valur og FH munu mætast í fjórðungsúrslitunum.
Valur og FH munu mætast í fjórðungsúrslitunum. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórðungsúrslitin í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik fara fram í byrjun næstu viku. Allir fjórir leikir karlanna fara fram á morgun og allir fjórir leikir kvennanna á þriðjudaginn.

Viðureignirnar í fjórðungsúrslitum bikarkeppni karla eru sem hér segir:

Stjarnan – KA kl. 18, TM-höllin

ÍR – Fram kl. 19.30, Austurberg

Fjölnir – Afturelding kl. 19.30, Dalhús

Valur – FH kl. 20.30, Origo-höllin

Viðureignirnar í fjórðungsúrslitum bikarkeppni kvenna eru sem hér segir:

ÍBV – Valur kl. 18, Vestmannaeyjar

Haukar – Fram kl. 19.30, Ásvellir

Víkingur R. – FH  kl. 19.30, Víkin

Stjarnan KA/Þór kl. 20.30, TM-höllin

mbl.is