Rúnar byrjar með látum hjá ÍBV

Ásgeir Snær Vignisson sækir að marki Víkings í kvöld.
Ásgeir Snær Vignisson sækir að marki Víkings í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

KA og ÍBV fóru náðu í tvö stig á höfuðborgarsvæðinu þegar liðin hófu keppni á Íslandsmóti karla í handknattleik í kvöld. 

KA mætir með talsvert breytt lið til leiks á þessu tímabili og vann HK 28:25 í Kórnum. Nýju mennirnir á hægri vængnum hjá KA: Einar Rafn Eiðsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu sex mörk hvor. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 7 mörk. 

Eyjamenn fóru í Fossvoginn og unnu Víkinga 30:27. Rúnar Kárason byrjar ferilinn með ÍBV með miklum látum en hann skoraði 10 mörk í fjórtán skotum. 

Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur hjá Víkingi eins og stundum áður með 6 mörk. 

mbl.is