Tap hjá Kielce í Meistaradeildinni

Talant Dujshebaev þjálfar lið Kielce.
Talant Dujshebaev þjálfar lið Kielce. AFP

Pólska liðið Kielce mátti sætta sig við tap í Meistaradeild karla í handknattleik í dag þegar liðið fór til Rúmeníu. 

Kielce tapaði fyrir Dinamo Búkarest 32:29 í B-riðli. Sigvaldi Björn Guðjónsson hafði hægt um sig í horninu. Skoraði ekki og átti aðeins eitt skot á markið. Haukar Þrastarson er ekki orðinn leikfær eftir krossbandsslit en kom aðeins við sögu hjá liðinu á undirbúningstímabilinu. Var þetta fyrsti leikur Kielce í keppninni á þessu tímabili. 

Stórveldaslagur var í B-riðlinum í dag þegar Veszprém vann París Saint-Germain í Ungverjalandi 34:31. 7 mörk hjá Mikkel Hansen dugðu ekki til fyrir París en Omar Yahia skoraði 10 mörk fyrir Veszprém. 

Flensburg og Barcelona eru í riðlinum og mætast í kvöld. Motor Zaporozhye vann Porto í Úkraínu 30:27.

mbl.is