Þær fyrstu í rúman áratug

Hekla Daðadóttir (önnur frá vinstri) er leikreynd og fagnar hér …
Hekla Daðadóttir (önnur frá vinstri) er leikreynd og fagnar hér sigri í bikarkeppninni með Stjörnunni árið 2005.

Nokkur tíðindi urðu þegar HK og Valur áttust við í Olís-deild kvenna í handknattleik í Kórnum í Kópavogi í gær. 

Dómgæsluna í leiknum önnuðust þær Hekla Daðadóttir og Ellen Karlsdóttir.

Hekla var leikmaður í deildinni árum saman og dæmir fyrir Aftureldingu.

Ellen er 22 ára og dæmir fyrir Hauka. Ekki er algengt að svo ungt fólk dæmi í efstu deild þótt um það séu dæmi. 

Leikurinn var sá fyrsti í rúman áratug þar sem konur dæma saman í efstu deild í handboltanum hérlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert