Fram einum sigri frá úrslitum

Emma Olsson sækir að marki ÍBV.
Emma Olsson sækir að marki ÍBV. mbl.is/Árni Sæberg

Fram er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í lokaúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir 20:18-útisigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.

ÍBV byrjaði aðeins betur og var með 6:4 forskot um miðjan fyrri hálfleik. Fram svaraði hinsvegar með fínum kafla í kjölfarið og var jafnt í hálfleik, 9:9. 

Fram byrjaði betur í seinni hálfleik og komst í 14:11. ÍBV tókst að minnka muninn í eitt mark, en ekki að jafna og að lokum fagnaði Fram tveggja marka sigri. 

Fram getur tryggt sér sæti í úrslitum gegn Val eða KA/Þór með sigri í þriðja leik liðanna á heimavelli næstkomandi fimmtudag. 

ÍBV 18:20 Fram opna loka
60. mín. Bríet Ómarsdóttir (ÍBV) skoraði mark Gerði mjög vel á línunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert