Íslendingar bikarmeistarar í Noregi

Orri Freyr Þorkelsson bikarmeistari
Orri Freyr Þorkelsson bikarmeistari Ljósmynd/Szilvia Micheller

Þeir Aron Dagur Pálsson og Orri Freyr Þorkelsson og lið þeirra Elverum unnu 35:32 sigur á Arendal í úrslitaleik norska bikarsins í handbolta í dag, og eru því Aron og Orri norskir bikarmeistarar. 

Þrátt fyrir sigurinn komust þeir Aron og Orri ekki á blað í markaskorum.

Næsti leikur Elverum er þriðji leikur liðsins gegn Nærbø í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Elverum vann fyrstu tvo leikina. 

Aron Dagur Pálsson, einnig bikarmeistari.
Aron Dagur Pálsson, einnig bikarmeistari. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is