Hættur með nýliðana

Svavar Vignisson (t.v.) og Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, síðastliðið …
Svavar Vignisson (t.v.) og Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, síðastliðið sumar. Ljósmynd/Selfoss

Svavar Vignisson, mun ekki halda áfram sem þjálfari kvennaliðs Selfoss í handknattleik. Selfoss vann 1. deildina í vetur og verða því nýliðar í efstu deild á næsta tímabili.

Þetta staðfesti Svavar í samtali við Handbolta.is.

Hann tók við liðinu fyrir um ári síðan og kom Selfyssingum upp um deild í fyrstu tilraun.

Ástæðurnar fyrir því að Svavar sagði upp störfum á dögunum sagði hann vera persónulegar, þar sem vaktavinna setti til að mynda strik í reikninginn.

Hann hefur áður þjálfað bæði karla- og kvennalið ÍBV.

mbl.is