Grétar fór á kostum í lokaumferðinni

Grétar Ari Guðjónsson á landsliðsæfingu á síðasta ári.
Grétar Ari Guðjónsson á landsliðsæfingu á síðasta ári. mbl.is/Unnur Karen

Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik í marki Nice þegar liðið vann Valence 32:26 í síðustu umferð frönsku B-deildarinnar í handknattleik karla í kvöld.

Grétar Ari varði 20 skot af þeim 46 sem hann fékk á sig, þar af tvö vítaköst, sem er rétt tæplega 43,5 prósent hlutfallsvarsla.

Nice lauk tímabilinu í fjórða sæti B-deildarinnar og fer því í fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í frönsku 1. deildinni.

mbl.is