Frá KA til Stjörnunnar

Arnar Freyr Ársælsson í leik með KA.
Arnar Freyr Ársælsson í leik með KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksmaðurinn Arnar Freyr Ársælsson hefur samið við Stjörnuna. Kemur hann til félagsins frá KA, þar sem hann hefur verið undanfarið ár.

Arnar skoraði 43 mörk í 21 leik með KA í Olísdeildinni í vetur og fór alla leið í bikarúrslit með liðinu. Dagur Gautason fer í hina áttina en hann samdi við KA á dögunum eftir tvö ár með Stjörnunni.

„Í gegnum árin hef ég fylgst með Arnari Frey spila og alltaf kunnað að meta hvernig hann spilar leikinn. Mikil orka og barátta sem skín í gegn inn á vellinum,“ er m.a. haft eftir Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar, í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is