Leikir sem koma blóðinu af stað

Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Sigurðarson í hörðum átökum í …
Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Sigurðarson í hörðum átökum í þriðja leik lðanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur og ÍBV mætast í fjórða leik úrslitanna á Íslandsmóti karla í handbolta í Vestmannaeyjum klukkan 16 í dag. Einvígið til þessa hefur verið ótrúleg skemmtun og vonandi fáum við meira af því sama.

Einvígið er að einhverju leyti hið fullkomna úrslitaeinvígi. Valsmenn eru heilt yfir með betra lið en aldrei má afskrifa Eyjamenn í einvígi sem þessu. Þegar úrslitakeppnisandinn nær til Vestmannaeyja fer liðið í ham sem fá önnur lið ráða við.

Stuðningsmenn ÍBV eru magnaðir og stemningin sem myndast í Vestmannaeyjum í kringum úrslitaleiki er engri lík. Valsmenn hefðu getað fengið „þægilegra“ einvígi í úrslitum en ég er handviss um að enginn hjá Val myndi skipta út glímunni við Vestmannaeyjar fyrir annan andstæðing.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »