Dýrmætur vinskapur sem stendur upp úr

Hildur Þorgeirsdóttir í leik með Fram gegn Þór/KA.
Hildur Þorgeirsdóttir í leik með Fram gegn Þór/KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleikskonan Hildur Þorgeirsdóttir tilkynnti það í gær að hún væri búin að leggja skóna á hilluna, 33 ára gömul, eftir langan og farsælan feril.

„Þetta var komið gott. Það er eiginlega bara ástæðan. Þetta var búið að vera stór hluti af lífi mínu lengi og mér fannst tímabært að hætta á meðan þetta var ennþá svona á milli þess að vera ekki orðið leiðinlegt en ekki eins gaman og var.

En stór hluti af því að ég er að leggja skóna á hilluna er skrokkurinn. Ég hef náttúrlega verið að glíma við meiðsli á öxl og var hætt að geta notað hana almennilega, eins og maður vill í þessum handbolta. Ég er löngu búin að sætta mig við það þannig að það gleymist alltaf í umræðunni,“ sagði Hildur um ákvörðunina í samtali við Morgunblaðið.

Spurð hvað stæði upp úr á ferlinum sagði hún: „Ég er í rauninni í þannig forréttindahópi að ég hef unnið einhverja titla í gegnum ferilinn og þegar maður lítur til baka þá er það sem stendur upp úr þessi vinskapur sem myndast í gegnum íþróttina. Þegar maður horfir til baka er það það sem stendur upp úr finnst mér.

Að því sögðu, þegar maður er búinn að vera svona lengi í þessu og búinn að mynda svona dýrmætan vinskap í gegnum þetta þá hvetur maður foreldra til þess að setja börnin sín í íþróttir, einmitt út af þessu. Að vera hluti af einhverri heild og mynda dýrmætan vinskap í gegnum öll þessi ár. Það er stærsti hlutinn af þessu finnst mér.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka