Tíunda sætið niðurstaðan eftir tap gegn Færeyjum

U18 karlalandslið Íslands í handbolta endaði í tíunda sæti.
U18 karlalandslið Íslands í handbolta endaði í tíunda sæti. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U18 ára landslið karla í handbolta hafnaði í tíunda sæti á EM í Podgorica í Svartfjallalandi eftir 27:29-tap fyrir Færeyjum í lokaleik sínum á mótinu í dag.

Ísland var með 15:13-forskot í hálfleik en litlu frændur í Færeyjum reyndust sterkari í seinni hálfleik. Færeyska liðið hefur heillað marga á mótinu, m.a. með óvæntum sigri á Frökkum.

Með því að hafna í einu af tólf efstu sætunum tryggði íslenska liðið sér sæti á HM U19 ára á næsta ári og EM U20 ára eftir tvö ár.

Mörk Íslands:

Elmar Erlingsson 7, Andri Fannar Elísson 4, Kjartan Þór Júlíusson 4, Viðar Ernir Reimarsson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Andrés Marel Sigurðarson 1, Birkir Snær Steinsson 1, Atli Steinn Arnarson 1, Össur Haraldsson 1, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert