Annað tapið hjá Viktori í vetur

Viktor Gísli Hallgrímsson er markvörður franska toppliðsins Nantes.
Viktor Gísli Hallgrímsson er markvörður franska toppliðsins Nantes. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik og samherjar hans í Nantes máttu í gærkvöld sætta sig við sinn annan ósigur þegar þeir sóttu Toulouse heim í frönsku 1. deildinni.

Toulouse vann 32:31 og Nantes mun því væntanlega falla af toppi deildarinnar niður í þriðja sætið í dag. Nantes er enn efst með 18 stig úr 11 leikjum en París SG og Montpellier eru bæði með 18 stig úr 10 leikjum og eiga leiki í dag.

Viktor Gísli varði sex skot af 27 í leiknum og var með 22 prósent markvörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert