Óvæntur ósigur en Óðinn drjúgur

Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skorað mikið fyrir Kadetten í vetur.
Óðinn Þór Ríkharðsson hefur skorað mikið fyrir Kadetten í vetur. mbl.is/Hari

Kadetten, toppliðið í svissneska handboltanum, mátti sætta sig við ósigur í gærkvöld gegn Amicitia Zürich, 31:29, en er þó áfram í efsta sætinu.

Óðinn Þór Ríkharðsson var sem fyrr drjúgur í liði Kadetten og skoraði sex mörk. Aðalsteinn Eyjólfsson gat ekki stýrt liðinu vegna veikinda. Ólafur Guðmundsson var ekki með Amicitia vegna meiðsla en var skráður í liðsstjórn liðsins á leikskýrslu.

Kadetten er með 27 stig á toppi deildarinnar en Kriens er með 26 stig, Pfadi Winterthur 24 og Amicitia Zürich 19 í næstu sætum á eftir og eiga öll leiki til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert