Ásgeir markahæstur í Íslendingaslag

Ásgeir Snær Vignisson lék með ÍBV áður en hann hélt …
Ásgeir Snær Vignisson lék með ÍBV áður en hann hélt út í atvinnumennsku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Snær Vignisson var markahæstur í liði Helsingborgar í 30:25-útisigri á Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ásgeir Snær skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hjá Skövde skoraði Bjarni Ófeigur Valdimarsson þrjú mörk.

Með sigrinum fór Helsingborg upp í níunda sæti deildarinnar en liðið er nú með 11 stig. Skövde er þremur sætum ofar með 13 stig.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson. Ljósmynd/Skövde
mbl.is