Á skotskónum og á leið í undanúrslit

Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik fyrir Aix.
Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik fyrir Aix. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aix tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum franska bikarsins í handbolta með sterkum 38:34-heimasigri á Nimes í átta liða úrslitunum.

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti flottan leik fyrir Aix og skoraði sex mörk í átta skotum. Var hann markahæstur í sínu liði ásamt Nicolas Claire.

Donni og liðsfélagar hans eru væntanlegir til landsins síðar í mánuðinum, en Aix er með Val í B-riðli Evrópudeildarinnar. Mætast þau á Hlíðarenda 21. febrúar.

mbl.is