Stál í stál í Meistaradeildinni

Viktor Gísli Hallgrímsson varði fjögur skot.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði fjögur skot. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viktor Gísli Hallgrímsson varði fjögur skot í marki Nantes þegar liðið heimsótti Wisla Ploc í fyrri leik liðanna í 12-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handknattleik í Póllandi í kvöld.

Leiknum lauk með jafntefli, 32:32, en franska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14.

Síðari leikur liðanna fer fram í Frakklandi fimmtudaginn 30 mars.

mbl.is