Björgvin með eina bestu vörsluna (myndskeið)

Björgvin Páll Gústavsson varði glæsilega í gærkvöldi.
Björgvin Páll Gústavsson varði glæsilega í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgvin Páll Gústavsson átti eina bestu markvörsluna í seinni leikjum 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handbolta í gærkvöldi.

Björgvin og félagar eru úr leik eftir tvö töp fyrir þýska liðinu Göppingen, en hetjuleg barátta Valsmanna í keppninni vakti mikla athygli.

Landsliðsmarkvörðurinn varði glæsilega frá Kresimir Kozina, línumanni Göppingen, um miðjan seinni hálfleikinn í gær. 

Vörslu Björgvins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is