Bann Einars lengt

Einar Jónsson byrjar næsta tímabil í tveggja leikja banni.
Einar Jónsson byrjar næsta tímabil í tveggja leikja banni. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Leikbann handknattleiksþjálfarans Einars Jónssonar hefur verið lengt úr einum leik í tvo vegna framkomu hans er Framliðið hans tapaði fyrir Haukum í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna síðastliðinn laugardag.

Einar fékk rautt spjald fyrir að kasta leikhlésspjaldi í eftirlitsmann og var með ógnandi tilburði í garð hans í kjölfarið, sem og eftir leik.

Var hann í kjölfarið úrskurðaður í eins leiks bann, en það bann hefur nú verið lengt í tvo leiki og byrjar hann því næstu leiktíð í tveggja leikja banni.

„Ljóst er að framganga þjálfarans var mjög ógnandi og ódrengileg. Þá þurfti gæslumaður að skerast í leikinn og fjarlægja þjálfarann í tvígang, bæði eftir útilokun og að leik loknum. Niðurstaða aganefndar er sú að ákvarða þjálfaranum 1 leiks bann til viðbótar,“ segir á vef HSÍ.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert