Andstæðingar Vals léku í dag

Magnús Óli Magnússon í fyrri leik Vals og Olympiacos
Magnús Óli Magnússon í fyrri leik Vals og Olympiacos Ottar Geirsson

Olympiacos, sem mætir Val í síðari úrslitaleik Evrópubikarsins á laugardaginn, lék í dag í úrslitakeppni grísku deildarinnar í handbolta. Gríska liðið þarf að vinna upp fjögurra marka forskot Vals en fyrri leiknum lauk 30:26 fyrir Valsmenn.

Olympiacos er deildarmeistari eftir harða keppni við AEK Aþenu og mættu Drama 86 í hádeginu í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með 41:29 sigri Olympiacos.

Grikkirnir taka á móti Valsmönnum í Friðar- og vináttuhöllinni í Pireus á laugardaginn klukkan 17:00. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert