Liðið hélt sér uppi í kveðjuleik fyrirliðans

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk í dag.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í Zwickau tryggðu sér áframhaldandi sæti í efstu deild þýska handboltans með öruggum sigri á Bad Wildungen á heimavelli, 34:26, í lokaumferðinni.

Zwickau endaði þar með í 11. sæti af 14 liðum, þremur stigum fyrir ofan fallsæti í deildinni. Díana, sem er fyrirliði Zwickau, skoraði fjögur mörk í leiknum og kveður því félagið á góðum nótum eftir fjögurra ára dvöl en hún hefur samið við Blomberg-Lippe í sömu deild til næstu tveggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert