Minnst þrír leikmenn Vals spiluðu síðasta leikinn

Valsmenn kampakátir í leikslok.
Valsmenn kampakátir í leikslok. mbl.is/Jóhann Ingi

Minnst þrír leikmenn Vals spiluðu sinn síðasta leik fyrir félagið er liðið varð Evrópubikarmeistari karla í handbolta í kvöld með sigri á Olympiacos á útivelli í vítakeppni.

Benedikt Gunnar Óskarsson hefur samið við Kolstad í Noregi og þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa lagt skóna á hilluna.

Alexander Petersson er orðinn 43 ára en hann vildi ekki tjá sig um hvort hann væri hættur er hann ræddi við mbl.is í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert