Við erum vön því að vinna

Andri Finnsson skýtur að marki Minaur Baia Mare frá Rúmeníu.
Andri Finnsson skýtur að marki Minaur Baia Mare frá Rúmeníu. mbl.is/Óttar Geirsson

Evrópuævintýri karlaliðs Vals í handbolta hefur kostað sitt því úrslitaviðureign liðsins gegn Olympiacos er sú sjöunda á leiktíðinni í Evrópubikarnum. Það þýðir sjö dýr ferðalög á meginland Evrópu.

„Við höfum verið með fjáraflanir innan liðsins. Við höfum t.d. sett upp árshátíðir innan félagsins og safnað fyrir þessu. Stjórnin kemur svo til móts við okkur líka,“ sagði línumaðurinn Andri Finnsson í samtali við mbl.is.

Hann hætti í handbolta í eitt ár en sneri aftur fyrir þetta tímabil og hefur staðið sig vel.

„Það er æðislegt. Það eru forréttindi að spila með Val og þessu liði. Þetta er fyrsta alvörutímabilið sem maður fær. Þetta gerist ekki betra.

Við hrósum og hvetjum hvert annað áfram. Það er mikil sigurhefð hjá Val og við erum vön því að vinna,“ sagði Andri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert