Ég var lamaður

Feðgarnir fagna saman í leikslok.
Feðgarnir fagna saman í leikslok. mbl.is/Jóhann Ingi

Jón Halldórsson formaður handknattleiksdeildar Vals var kampakátur eftir karlalið félagsins varð Evrópubikarmeistari með sigri á Olympiacos frá Grikklandi í Aþenu í gærkvöldi. Réðust úrslitin í vítakeppni.

„Tilfinningarnar hjá okkur sem eru hjá knattspyrnufélaginu Val eru yfirþyrmandi, algjörlega yfirþyrmandi. Þetta er risastórt og líklega það stærsta sem hefur komið fyrir félagið. Þetta er mjög mikilvægt og hefur tekið mörg ár og margar kynslóðir komið að þessu,“ sagði hann.

En hvernig leið Jóni á meðan á leik stóð?

„Ég var lamaður. Ég er búinn að vera í mörgum hlutverkum í þessum leik; farastjóri, plötusnúður, formaður og pabbi hans Agga,“ sagði hann.

Hann var svo hæstánægður með Björgvin Pál Gústavsson í marki Vals er Savvas Savvas klikkaði á síðasta vítinu í vítakeppninni.

„Ég þekki minn mann. Hann er maður stóru stundanna og ég var ekkert stressaður. Ég treysti Bjögga. Ég elska hann og elska þessa drengi. Áfram íþróttir og áfram Ísland,“ sagði Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert