Ómar Ingi með sextán

Ómar Ingi Magnússon skoraði sextán mörk í dag
Ómar Ingi Magnússon skoraði sextán mörk í dag Ljósmynd/@SCMagdeburg

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik í liði Magdeburg sem er nú einungis einu stigi frá þýska meistaratitlinum í handbolta þegar tveir leikir eru eftir. Magdeburg vann Leipzig 30:28 á heimavelli sínum í dag.

Ómar skoraði úr sjö af átta vítaköstum sínum og níu af tólf skotum í opnum leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og Janus Daði Smárason tvö fyrir Magdeburg. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö fyrir Leipzig en Viggó Kristjánsson einungis eitt mark úr fjórum skotum.

Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig sem situr í áttunda sæti þýsku deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert