Orri portúgalskur meistari

Orri Freyr Þorkelsson Sporting
Orri Freyr Þorkelsson Sporting Ljósmynd/Sporting

Sporting Lissabon tryggði sér portúgalska meistaratitilinn í handbolta í gær með 35:33 sigri á Porto í Lissabon. Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk fyrir Sporting.

Fyrir leikinn var Sporting með tveggja stiga forskot á Porto fyrir leikinn í gær en Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Aftureldingar gengur til liðs við Porto í sumar. Salvador Salvador var markahæstur í liði Sporting með níu mörk en  portúgalski landsliðsmaðurinn Martim Costa skoraði sjö.

Línumaðurinn stæðilegi, Victor Iturriza, var markahæstur í liði Porto með sjö mörk og samherji hans í landsliði Portúgal, Fabio Magalhaes, skoraði sex. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert