Sigurbjörn Bárðarson efstur í Meistaradeild 847

Keppni í hraðafimi og hraðaskeiði Meistaradeildar 847 fór fram fyrir páska. Næsta mót í mótaröð deildarinnar verður eftir viku en þá verður keppt í gæðingafimi. Úrslit í hraðafimi og hraðaskeiði urðu þessi:

Í hraðafimi var Sigurður Sigurðarson efstur með 270 stig á Núma frá Miðsitju, 2. Brynjar Jón Stefánsson með 250 stig á Skemli frá Selfossi, 3. Hallgrímur Birkisson með 230 stig á Magna frá Búlandi, 4. Fanney Valsdóttir með 230 stig á Óðni frá Þúfu, 5. Tómas Ragnarsson með 220 stig á Asíu frá Grund, 6. Sigurbjörn Bárðarson með 210 stig á Neista frá Miðey, 7. Adolf Snæbjörnsson með 200 stig á Túrbóblesa frá Húsavík, 8. Hinrik Bragason með 180 stig á Hjörvari frá Árgerði og 9. Sigurður Sæmundsson á Esjari frá Holtsmúla, 0 stig.

Í hraðaskeiði sigraði Brynjar Jón Stefánsson með tímann 6,307 og 300 stig á Skemli frá Selfossi, 2. Sigurbjörn Bárðarson með tímann 6,309 og 270 stig á Neista frá Miðey, 3. Sigurður Sigurðarson með tímann 6,341 og 250 stig á Fölva frá Hafsteinsstöðum, 4. Fanney Valsdóttir með tímann 6,362 og 240 stig á Óðni frá Þúfu, 5. Hinrik Bragason með tímann 6,426 og 230 stig á Töggi frá Akureyri, 6. Adolf Snæbjörnsson með tímann 6,832 og 220 stig á Kolbrá frá Skarði, 7. Hallgrímur Birkisson með tímann 6,837 og 210 stig á Magna frá Búlandi, 8. Sigurður Sæmundsson með tímann 6,927 og 200 stig á Esjari frá Holtsmúla og 9. Tómas Ragnarsson með tímann 7,412 og 190 stig á Asíu frá Grund.

Staðan í Meistaradeild 847 eftir fjögur fyrstu mótin er þessi:

Sigurbjörn Bárðarson 26 stig.

Sigurður Sigurðarson 19 stig.

Brynjar Jón Stefánsson 18 stig.

Sigurður Sæmundsson 16 stig.

Hinrik Bragason 15,5 stig.

Adolf Snæbjörnsson 14 stig.

Tómas Ragnarsson 8,5 stig.

Fanney Valsdóttir 4 stig.

Hallgrímur Birkisson 4 stig.

Þorvaldur Árni Þorvaldsson 4 stig.

Sigurður Kolbeinsson 3 stig.

Marjolen Tiepen 2 stig.

Vignir Jónasson 2 stig.

Eins og áður segir verður keppt í gæðingafimi 25. apríl í mótaröð Meistaradeildar 847. Samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum er gæðingafimi ný keppnisgrein í hestaíþróttum án viðurkenningar LH. Knapar sýna hest sinn á opnum velli og sýna gæðingskosti og fimiæfingar í bland. Sýningin er frjáls innan tímamarka sem eru 3 til 5 mínútur og getur knapi styrkt sýninguna með tónlist að eigin vali. Dómari gefur að lokinni keppni þrjár einkunnir, sem allar hafa sama vægi, fyrir æfingar, flæði og fjölhæfni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert