Mikil rigning en góð stemning á Landsmóti

Mikil rigning var í Víðidal eftir hádegi í dag, þar ...
Mikil rigning var í Víðidal eftir hádegi í dag, þar sem fram fór gæðingakeppni í B-flokki. Flestir áhorfendur voru þó vel búnir í regnfatnaði og létu veðrið ekki á sig fá. mbl.is/Arnþór

Landsmót hestamanna er nú í fullum gangi í Víðidal. Forkeppni í unglingaflokki fór fram í gær á aðalvellinum í Víðidal og var keppnin jöfn og spennandi. Glódís Rún Sigurðardóttir var efst í unglingaflokki á hryssunni Dáð frá Jaðri með einkunnina 8,67. Fast á hæla henni var Védís Huld Sigurðardóttir systir hennar á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 8,61. 30 stigahæstu knaparnir koma aftur og sýna í milliriðli á miðvikudag.

Forkeppni í B-flokki gæðinga átti sér stað fyrr í dag en hafa niðurstöður úr flokkinum ekki enn verið birtar vegna tækniörðugleika. Alls komast 26 efstu knapar í milliriðla sem verða á miðvikudag.

Mikið hefur rignt á svæðinu eftir hádegi en létu mótsgestir og áhorfendur það sig ekki fá enda margir vel búnir í regnfatnaði og með regnhlífar.

Nú stendur yfir keppni í ungmennaflokki sem varir fram á kvöld.

mbl.is