Meistaradeildin af stað á fimmtudaginn

Fyrsta mót Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum hefst í Samskipahöllinni á fimmtudaginn með keppni í fjórgangi. Ráslistinn er klár en fyrstur í braut er Þórarinn Ragnarsson á Spunasyninum, Leik frá Vesturkoti.

Sigurvegarinn frá því í fyrra, Jakob Svavar Sigurðsson mætir með annan hest, Herkúles frá Ragnheiðarstöðum, og verður spennandi að sjá hvað þeir gera. Íslandsmeistararnir í fjórgangi, Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi, eru númer 12 í rásröðinni. Það lítur allt út fyrir að þetta verði hörkukeppni í Samskipahöllinni þar sem bestu fjórgangarar landsins etja kappi saman. 

Húsið er opnað kl. 17:00 en setning deildarinnar hefst kl. 18:30. Miða er hægt að kaupa á TIX.IS. Þá er hægt að horfa á deildina beint á oz.com/meistaradeildin en einnig verður sýnt beint frá deildinni á RÚV 2.

Ráslistinn er þannig:

1 Þórarinn Ragnarsson, Leikur frá Vesturkoti - Hrímnir/Export hestar
2 Bergur Jónsson, Glampi frá Ketilsstöðum - Gangmyllan
3 Matthías Leó Matthíasson, Taktur frá Vakurstöðum - Top Reiter
4 Janus Halldór Eiríksson, Selma frá Auðsholtshjáleigu - Auðsholtshjáleiga
5 Ólafur Ásgeirsson, Glóinn frá Halakoti - Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
6 Sigursteinn Sumarliðason, Háfeti frá Hákoti - Lífland
7 Viðar Ingólfsson, Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II - Hrímnir/Export hestar
8 Ólafur Andri Guðmundsson, Gerpla frá Feti - Ganghestar/Margrétarhof
9 Arnar Bjarki Sigurðarson, Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum - Torfhús
10 Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan
11 Hulda Gústafsdóttir, Sesar frá Lönguskák - Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
12 Árni Björn Pálsson, Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter
13 Ragnhildur Haraldsdóttir, Úlfur frá Mosfellsbæ - Ganghestar/Margrétarhof
14 Eyrún Ýr Pálsdóttir, Kjarval frá Blönduósi - Top Reiter
15 John Sigurjónsson, Æska frá Akureyri - Torfhús
16 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar/Margrétarhof
17 Hinrik Bragason, Hrókur frá Hjarðartúni - Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
18 Olil Amble, Rauðka frá Ketilsstöðum - Gangmyllan
19 Siguroddur Pétursson, Steggur frá Hrísdal - Hrímnir/Export hestar
20 Jakob Svavar Sigurðsson, Herkúles frá Ragnheiðarstöðum - Lífland
21 Ásmundur Ernir Snorrason, Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga
22 Hanne Oustad Smidesang, Roði frá Hala - Torfhús
23 Þórdís Erla Gunnarsdóttir, Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga
24 Hanna Rún Ingibergsdóttir, Grímur frá Skógarási - Lífland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert