Hafa áhyggjur af hæð íslenska liðsins

Lionel Messi fyrirliði Argentínu.
Lionel Messi fyrirliði Argentínu. AFP

Argentínumenn hafa áhyggjur af hæðinni í íslenska landsliðinu fyrir leik þjóðanna á HM sem fram fer í Moskvu á laugardaginn.

Meðalhæðin í íslenska landsliðinu er sú hæsta af liðunum 32 á heimsmeistaramótinu eða 1,85 metrar en meðalahæðin í argentínska liðinu er ein sú minnsta eða 1,79 metrar. Lionel Messi, sem af flestum er talinn besti knattspyrnumaður heims, er til að mynda 1,70 á hæð.

„Þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Willy Caballero markvörður argentínska landsliðsins en þessi 36 ára gamli leikmaður Chelsea mun væntanlega standa á milli stanganna í leiknum á laugardaginn.

„Íslenska liðið verst mjög vel eins ein heild með tveimur þéttum línum. Það verður erfitt að að komast í gegnum miðjuna hjá þeim og því þurfum við nota vængina,“ sagði Caballero á fundi með fréttamönnum.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Svíþjóð 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 Belgía 2 8 6
2 England 1 2 3
3 Panama 1 0 0
4 Túnis 2 3 0
L M Stig
1 Japan 1 2 3
2 Senegal 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla