Mjög krefjandi leikur fyrir Argentínu

Það styttist í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi.
Það styttist í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ég held að þetta verði mjög krefjandi leikur fyrir Argentínu. Þetta er fyrsti leikurinn á mótinu og Ísland er – ég veit ekki hvernig best er að orða það – mjög fast fyrir. Þetta gæti orðið mjög flókið ef Argentínu tekst ekki að skora fyrstu 30-40 mínúturnar,“ segir Tomás Bence, fréttamaður hjá La Nación, næstútbreiddasta blaði Argentínu.

Bence er staddur í Kabardinka líkt og hópur íslenskra fjölmiðlamanna í þeim tilgangi að fjalla um íslenska landsliðið fyrir leikinn við Argentínu á laugardaginn, þann fyrsta á HM í knattspyrnu. Ekki var í boði að ræða við íslensku leikmennina í gær þar sem þeir fengu frí frá æfingum, en þeir æfa í dag hér í Kabardinka áður en þeir fljúga norður til Moskvu síðdegis. Þar verður leikurinn við Argentínu, sem er einmitt með sínar bækistöðvar í nágrenni rússnesku höfuðborgarinnar.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert