Tæknilega góðir en ekki endilega vel skipulagðir

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu.
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu og núverandi þjálfari Norðmanna, segir að Nígeríumenn geti orðið snúnir andstæðingar fyrir Ísland í lokakeppni HM í Volgograd á föstudaginn. Hann hefur haft kynni af nígerískri knattspyrnu en Lägerbeck var fenginn með stuttum fyrirvara til að stýra liði Nígeríu í lokakeppni HM í Suður-Afríku árið 2010.

„Þegar ég kíkti á HM-hóp Nígeríu komst ég að raun um að þar er enginn leikmaður sem ég þekki persónulega enda enginn eftir síðan ég stýrði nígeríska liðinu. Ég hef ekki fylgst grannt með þeim að undanförnu en ég ræddi við Roland Andersson um Nígeríu,“ sagði Lagerbäck við Morgunblaðið á dögunum en Andersson er vinur Lagerbäck og njósnar um nígeríska liðið fyrir KSÍ.

„Eftir það samtal myndi ég halda að þetta sé nokkuð hefðbundið knattspyrnulið frá Afríku. Þeir eru tæknilega góðir en ekki endilega mjög skipulagðir í samanburði við evrópsk lið og hvað þá lið eins og íslenska landsliðið. “

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert