„Rússar kunna að spila fótbolta“

Igor Akinfeev ver hér aðra af tveimur vítaspyrnunum.
Igor Akinfeev ver hér aðra af tveimur vítaspyrnunum. AFP

Igor Akinfeev, markvörður rússneska landsliðsins, reyndist hetjan í viðureign Rússlands og Spánar í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í dag. Hann varði tvær vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni og tryggði heimamönnum sæti í 8-liða úrslitunum.

„Við vorum að vonast eftir vítaspyrnukeppni,“ sagði Akinfeev brattur við blaðamenn eftir leikinn.

„Okkar eigin stuðningsmenn og stuðningsmenn frá öðrum löndum eru að kynnast andrúmsloftinu í Rússlandi um þessar mundir. Þeir sjá að Rússar kunna og vilja spila fótbolta.“

Rússland mun mæta annaðhvort Danmörku eða Króatíu í 8-liða úrslitunum en þau mætast í kvöld.

mbl.is