Brasilía komin áfram

Brasilía sigraði Mexíkó 2:0 í sextán liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Samara í Rússlandi í dag þar sem Neymar skoraði fyrra markið en Roberto Firmino það seinna. Brasilía er því komin í 8-liða úrslit.

Fyrri hálfleikurinn var opinn og skemmtilegur. Brasilía var heldur meira með boltann en Mexíkóar voru hættulegir í skyndisóknum sínum. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir mörg fín færi.

Brasilíumenn komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleiknum og skoruðu fallegt mark eftir laglegan samleik. Coutinho átti hælsendingu á Willian sem hljóp upp að endamörkum og sendi fyrir þar sem Neymar lagði boltann í markið af stuttu færi.

Eftir markið drógu Brasilíumenn sig aftar á völlinn og leyfðu Mexíkóum að vera með boltann. Varnarleikur Brasilíu var mjög góður og tókst Mexíkó ekki að skapa sér nein færi. Brasilíumenn héldu þó áfram að ógna með skyndisóknum. Þeim tókst að skora úr einni slíkri þegar Roberto Firmino skoraði eftir að hafa fylgt á eftir skoti Neymars.

Sanngjarn 2:0 sigur Brasilíu sem er komin í 8-liða úrslit á meðan Mexíkó situr eftir enn eitt árið með sárt ennið.

Gabriel Jesus og Carlos Salcedo eigast við.
Gabriel Jesus og Carlos Salcedo eigast við. AFP
Firminho fagnar marki sínu þegar hann kom Brasilíu í 2:0.
Firminho fagnar marki sínu þegar hann kom Brasilíu í 2:0. AFP
Brasilía 2:0 Mexíkó opna loka
90. mín. Marquinhos (Brasilía) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert