Nicolai Jørgensen borist morðhótanir

Nicolai Jørgensen hefur fengið morðhótanir eftir að hann klúðraði vítaspyrnu ...
Nicolai Jørgensen hefur fengið morðhótanir eftir að hann klúðraði vítaspyrnu á móti Króatíu. AFP

Danska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt lögreglu morðhótanir sem landsliðsmanninum Nicolai Jørgensen bárust eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni við Króatíu um helgina í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins, en Danir töpuðu henni 3:2.

Þrír Danir klúðruðu vítaspyrnu en Jørgensen var sá þriðji sem klúðraði og hafa Instagram- og Facebook-síður hans fyllst af óviðeigandi skilaboðum frá reiðum stuðningsmönnum danska landsliðsins. 

„Stopp. Samfélagið má aldrei samþykkja morðhótanir - ekki heldur í garð stjarna heimsmeistaramótsins, stjórnmálamanna eða annarra. Þetta er fullkomlega óviðunandi og smekklaust. Við munum tilkynna þetta til lögreglu til að stoppa þetta brjálæði,“ sagði danska knattspyrnusambandið á Twitter.

mbl.is