Mourinho gagnrýnir leikaraskap Englendinga

José Mourinho hefur gagnrýnt enska landsliðið fyrir leikaraskap á HM.
José Mourinho hefur gagnrýnt enska landsliðið fyrir leikaraskap á HM. AFP

Knattspyrnustjóri Manchester United, José Mourinho, hefur gagnrýnt enska landsliðið fyrir leikaraskap þegar það sigraði Kólumbíu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.

„Fyrir mér er sú staðreynd að leikmenn eru að ýkja brot neikvæð. Það kom mér á óvart að sjá miðvörð á borð við Marry Maguire, sem er yfirleitt heiðarlegur leikmaður, dýfandi sér í vítateignum og biðja dómarann um að notast við VAR.“

„Öll lið dýfa sér mikið og eru með leikaraskap. Þau setja mikla pressu á dómarann. Leikurinn missir gæði og fyrir mér er það neikvætt.“

Maguire var sjálfur ekki ánægður með dómara leiksins, Mark Geiger, þegar hann gaf Barrios aðeins gult spjald fyrir að skalla Jordan Henderson:

„Frá því sem ég sá setti Barrios höfuðið á sér í andlitið á Henderson og gaf honum skurð á vörina. Ég veit ekki hvernig þeir sáu það. Ef hann er að gefa honum spjald fyrir þetta þá verður það að vera rautt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert