Öll þjóðin getur verið stolt

„Ég er ótrúlega stoltur af leikmönnunum sem hafa bætt sig mikið í þessari keppni. Öll þjóðin getur verið stolt af okkur og við tökum margt jákvætt frá þessu móti," sagði Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, á fréttamannafundi eftir 2:1-tapið fyrir Króatíu í undanúrslitum á HM í Rússlandi í kvöld. 

Fram undan er leikur við Belgíu um þriðja sætið og viðurkennir Southgate að hann er ekki sérstaklega spenntur fyrir því verkefni. 

„Auðvitað er þetta sárt en það bjuggust ekki margir við að við næðum svona langt. Það vill hins vegar enginn spila um þriðja sætið, en við munum gera okkar besta," sagði Southgate. 

Gareth Southgate huggar Jordan Henderson.
Gareth Southgate huggar Jordan Henderson. AFP
mbl.is