HM í dag: Lið Ekvador

Enner Valencia fyrirliði og þekktasti leikmaður Ekvador ræðir við fréttamenn …
Enner Valencia fyrirliði og þekktasti leikmaður Ekvador ræðir við fréttamenn við komuna til Katar. AFP/Raul Arboleda

Ekvador tekur nú þátt í sínu fjórða heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu.

Ekvador vann Katar 2:0 í fyrstu umferðinni og gerði jafntefli, 1:1, við Holland í annarri umferð.

Ekvador er í 44. sæti heimslista FIFA og í sjöunda sæti af tíu þjóðum Suður-Ameríku. Ekvador lék áður á HM 2002, 2006 og 2014 og náði besta árangrinum 2006 þegar liðið komst í sextán liða úrslit.

Ekvador komst á HM 2022 með því að enda í fjórða sætinu í Suður-Ameríku, á eftir Brasilíu, Argentínu og Úrúgvæ, en var tveimur stigum á undan Perú sem fór í umspil og komst ekki áfram.

Þekktasti leikmaður Ekvador og fyrirliði er Enner Valencia, fyrrverandi kantmaður hjá West Ham og Everton, sem nú leikur með Fenerbahce í Tyrklandi. Hann er leikja- og markahæsti leikmaður Ekvador með 35 mörk í 74 landsleikjum, og er jafnframt markahæsti landsliðsmaður þjóðarinnar frá upphafi. Miðjumaðurinn Moisés Caicedo þykir mikið efni en hann er einn þriggja leikmanna enska liðsins Brighton í hópi Ekvadora.

Argentínumaðurinn Gustavo Alfaro þjálfar Ekvador og á langan feril að …
Argentínumaðurinn Gustavo Alfaro þjálfar Ekvador og á langan feril að baki. AFP/Raul Arboleda

Ekvador gerði 0:0 jafntefli í öllum þremur vináttuleikjum sínum í september og nóvember, gegn Sádi-Arabíu, Japan og Írak, en allir leikirnir fóru fram í Evrópu. Aðeins tvö mörk hafa verið skoruð í síðustu sex leikjum Ekvadora.

Þjálfari Ekvador er Gustavo Alfaro, sextugur Argentínumaður sem tók við liðinu árið 2020 og hefur lengst af á 30 ára þjálfaraferli starfað í heimalandi sínu, m.a. sem þjálfari Boca Juniors.

LIÐ EKVADOR:

Markverðir:
1 Hernán Galíndez, 35 ára, Aucas, 12 leikir
12 Moisés Ramírez, 22 área, Independiente del Valle, 2 leikir
22 Alexander Domínguez, 35 ára, LDU Quito, 68 leikir

Varnarmenn:
2 Félix Torres, 25 ára, Santos Laguna (Mexíkó), 17 leikir, 2 mörk
3 Piero Hincapié, 20 ára, Leverkusen (Þýskalandi), 21 leikur, 1 mark
4 Robert Arboleda, 31 árs, Sao Paulo (Brasilíu), 33 leikir, 2 mörk
6 Diego Palacios, 23 ára, Los Angeles (Bandaríkjunum), 12 leikir
7 Pervis Estupinán, 24 ára, Brighton (Englandi), 28 leikir, 3 mörk
14 Xavier Arreaga, 28 ára, Seattle Sounders (Bandaríkjunum), 18 leikir, 1 mark
17 Ángelo Preciado, 24 ára, Genk (Belgíu), 25 leikir
24 William Pacho, 21 árs, Antwerp (Belgíu), nýliði
25 Jackson Porozo, 22 ára, Troyes (Frakklandi), 5 leikir

Miðjumenn:
5 José Cifuentes, 23 ára, Los Angeles (Bandaríkjunum), 11 leikir
8 Carlos Gruezo, 27 ára, Augsburg (Þýskalandi), 45 leikir, 1 mark
15 Ángel Mena, 34 ára, León (Mexíkó), 46 leikir, 7 mörk
16 Jeremy Sarmiento, 20 ára, Brighton (Englandi), 9 leikir
19 Gonzalo Plata, 22 ára, Valladolid (Spáni), 30 leikir, 5 mörk
20 Jhegson Méndez, 25 ára, Los Angeles (Bandaríkjunum), 32 leikir
21 Alan Franco, 24 ára, Talleres (Argentínu), 25 leikir, 1 mark
23 Moisés Caicedo, 21 árs, Brighton (Englandi), 25 leikir, 2 mörk

Framherjar:
9 Djorkaeff Reasco, 23 ára, Newell's Old Boys (Argentínu), 4 leikir
10 Romario Ibarra, 28 ára, Pachuca (Mexíkó), 25 leikir, 3 mörk
11 Michael Estrada, 26 ára, Cruz Azul (Mexíkó), 35 leikir, 8 mörk
13 Enner Valencia, 33 ára, Fenerbahce (Tyrklandi), 74 leikir, 35 mörk
18 Ayrton Preciado, 28 ára, Santos Laguna (Mexíkó), 25 leikir, 3 mörk
26 Kevin Rodríguez, 22 ára, Imbabura, 1 leikur

mbl.is