Frakkar skipta nánast um lið

Raphaël Varane heldur sæti sínu í frönsku vörninni.
Raphaël Varane heldur sæti sínu í frönsku vörninni. AFP/Natalia Kolesnikova

Talið var líklegt að Frakkar myndu hvíla nokkra lykilmenn í leiknum gegn Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag og það gera þeir svo sannarlega.

Didier Deschamps þjálfari Frakka skiptir nánast um lið frá fyrstu tveimur leikjunum, enda eru hans menn þegar búnir að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum fyrir leikinn sem hefst klukkan 15 í Katar.

Hugo Lloris markvörður og fyrirliði er á bekknum, sem og þeir Kylian Mbappé, Olivier Giroud, Antoine Griezmann, Ousmane Dembélé, Jules Koundé, Theo Hernandez, Dayot Upamecano og Adrien Rabiot.

Af þeim sem hófu leikinn gegn Dönum eru aðeins miðvörðurinn Raphaël Varane og miðjumaðurinn Aurélien Tchouaméni í byrjunarliðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert