Ísland mætir Króatíu í dag

Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon.
Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon. mbl.is/Hari

„Króatar eru með eitt besta lið Evrópu og ég held að það henti okkur bara ágætlega að hefja keppnina gegn þeim. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, við Morgunblaðið í gær eftir síðustu æfingu liðsins fyrir upphafsleikinn á heimsmeistaramótinu gegn Króötum í Ólympíuhöllinni í München. Flautað verður til leiks klukkan 17.

Króatar mæta með allar sínar helstu kempur til leiks á heimsmeistaramótið og ljóst að þeir munu hvergi draga af sér. Það er mikilvægt fyrir Króata að byrja vel því þá kemur stemningin með þeim sem er þeim svo mikilvæg og drífur þá oftast áfram.

Stuðningsmannafélagið Sérsveitin er mætt til München og ætlar að styðja handboltalandslið Íslands á heimsmeistaramótinu. „Við verðum á áhorfendasvæðinu og ætlum að koma fólkinu í gír svo það komi vel stemmt inn í leikinn,“ sagði Benjamín Hallbjörnsson, betur þekktur sem Benni Bongó, sem er liðsmaður Sérsveitarinnar. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »