Mættir með B-liðið sitt til Egyptalands

Suður-Kórea hefur oft staðið sig vel á heimsmeistaramótum.
Suður-Kórea hefur oft staðið sig vel á heimsmeistaramótum. AFP

Suður-Kórea er ekki með sitt sterkasta lið á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Egyptalandi, ef marka má færslu danska handboltamannsins Rasmus Boysen á Twitter.

Hann segir að aðallið Suður-Kóreu hafi orðið eftir heima vegna sóttvarnareglna og einbeiti sér þar að undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókíó í sumar. Í staðinn hafi lið skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar verið sent á HM í Egyptalandi.

Suður-Kórea er í H-riðli mótsins og mætir þar Slóveníu, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi.

mbl.is