Portúgalar voru klókari

Gísli Þorgeir Kristjánsson var duglegur að sækja á Portúgala en …
Gísli Þorgeir Kristjánsson var duglegur að sækja á Portúgala en það dugði ekki til. AFP

Ekki hófst þátttaka Íslands á HM í handknattleik í Egyptalandi eins og maður hefði viljað heldur tapaði Ísland fyrir Portúgal 25:23 í fyrsta leiknum í gær sem fram fór í nýju höfuðborginni sem ekki hefur verið gefið nafn. Því miður var Portúgal betra liðið að þessu sinni og sigurinn var því sanngjarn.

Einfaldasta skýringin, og sú sem blasir við, er að íslenska liðið tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum. Er það einfaldlega of mikið gegn liði sem hafnaði í 6. sæti á síðasta stórmóti. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 11:10 fyrir Portúgal. Fannst manni það vera ágætlega sloppið því þá höfðu íslensku markverðirnir aðeins varið tvö skot og manni þótti íslenska liðið eiga nokkuð inni.

Ísland náði hins vegar aldrei neinum kafla í leiknum þar sem menn komust í virkilegt stuð. Leikurinn var alltaf erfiður. Ekki síst vegna þess hve klókir leikmenn Portúgals voru. Öll þessi skipti sem Íslendingar tapa boltanum skrifast ekki bara á taugaspennu eða skort á einbeitingu. Þar hefur vörn Portúgals eitthvað að segja. Sem dæmi þá tók maður eftir því að Portúgalar ruku af og til út úr vörninni og klipptu þá út skyttuna öðruhvorumegin. Gerðu þetta til dæmis þegar Íslendingar ætluðu að fara af stað með leikkerfi. Ýmislegt þess háttar virkaði ágætlega hjá Portúgal.

Gísli var áræðinn

Í grein í blaðinu á þriðjudag sagðist ég vilja sjá hina snöggu, og frekar lágvöxnu leikmenn íslenska liðsins keyra á varnir andstæðinganna á HM. Reyna að sækja eins hratt og mögulegt væri í þeirri von að fá hreyfingu á varnir andstæðinganna. Margir leikmenn í íslenska liðinu eru góðir í þessu og við þetta geta skapast glufur sem bjóða upp á gegnumbrot eða hornaspil.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »