Markvörðurinn borinn af velli – fréttamenn litu undan

Wesley Pardin liggur kvalinn á vellinum eftir áreksturinn í leiknum …
Wesley Pardin liggur kvalinn á vellinum eftir áreksturinn í leiknum við Sviss í kvöld. AFP

Wesley Pardin, markvörður franska landsliðsins í handknattleik, var borinn af velli í leik liðsins gegn Sviss á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í kvöld og óttast er að um alvarleg meiðsli sé að ræða.

Pardin lenti illa á hnénu í árekstri við svissneskan leikmann og sumir fréttamannanna á mótinu hafa skrifað að þeir hafi litið undan, þeim hafi verið svo brugðið við þetta atvik.

Pardin er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Aix í Frakklandi. Hinir markverðir franska liðsins eru Vincent Gérard og Yann Genty, sem báðir leika með París SG. 

mbl.is