Ný og nær óþekkt stærð

Paulo Moreno, leikmaður Benfica, er markahæsti leikmaður Grænhöfðaeyja á HM.
Paulo Moreno, leikmaður Benfica, er markahæsti leikmaður Grænhöfðaeyja á HM. AFP/Björn Larsson

Óhætt er að segja að Grænhöfðaeyjar séu ný og nánast óþekkt stærð í handboltaheiminum en íslenska liðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta skipti í leik dagsins í dag á HM karla í Gautaborg.

Ísland leikur þar með í fyrsta sinn gegn þjóð af svipaðri stærðargráðu á stórmóti en á Grænhöfðaeyjum búa um 560 þúsund manns. Eyjarnar eru í Atlantshafi, um 900 km vestur af Senegal og um 1.500 km suður af Kanaríeyjum.

Grænhöfðaeyjar komust í fyrsta sinn á HM 2021 í Egyptalandi en þurftu að hætta keppni eftir einn leik vegna kórónuveirusmita. Þá hafði liðið staðið vel í Ungverjum í fyrsta leik en tapað 34:27.

Á síðasta ári gerði liðið sér lítið fyrir og fékk silfurverðlaun á Afríkumótinu, sló út Angóla og Marokkó í átta liða og undanúrslitum en tapaði 37:25 fyrir Egyptum í úrslitaleik.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert