Átta liða úrslitin í dag og kvöld

Öflugur Jim Gottfridsson er einn besti leikmaður heims í dag …
Öflugur Jim Gottfridsson er einn besti leikmaður heims í dag Merking: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon mbl.is/Kristinn Magnússon

Átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í handknattleik fara fram í dag og kvöld.

Tveir fyrri leikirnir hefjast klukkan 17 þegar Danir mæta Ungverjum í Stokkhólmi og Norðmenn mæta Spánverjum í Gdansk.

Tveir seinni leikirnir hefjast klukkan 19.30 en þá leika Frakkar við Þjóðverja í Gdansk og Svíar taka á móti Egyptum í Stokkhólmi.

Í undanúrslitum á föstudag mætast annars vegar sigurvegararnir úr leikjunum Danmörk - Ungverjaland og Svíþjóð - Egyptaland, og hinsvegar sigurvegararnir úr leikjunum Noregur - Spánn og Frakkland - Þýskaland.

mbl.is