Króatía vann grannaslaginn gegn Serbíu

Serbar fengu á sig sex mörk í dag.
Serbar fengu á sig sex mörk í dag. mbl.is/Golli

Nágrannarnir frá Króatíu og Serbíu mættust í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramóts karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í dag og höfðu Króatar betur 6:3. 

Króatar hafa þar með unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Þeir mæta Íslandi í síðustu umferðinni annað kvöld sem verður úrslitaleikur um bronsverðlaun fyrir þá. 

Króatía var yfir að fyrsta leikhluta loknum 2:1 en komst í 4:1 í öðrum leikhluta og lagði þar með grunninn að sigrinum. 

mbl.is