Sameinað lið Kóreu mætti Svíþjóð

Kóreska liðið fagnar í dag.
Kóreska liðið fagnar í dag. AFP

Sameinað kvennalið Norður- og Suður-Kóreu í íshokkíi lék sinn fyrsta leik í dag, er það tapaði gegn Svíþjóð, 3:1, í vináttuleik. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang, Suður-Kóreu.

Það kom mörgum á óvart er tilkynnt var um sameinað lið Suður- og Norður Kóreu enda samband ríkjanna ekki gott. Liðin mætast aftur á Ólympíuleikunum, en leikurinn í dag var eini leikurinn hjá sameinaða Kóreuliðinu fyrir leikana.

Leikurinn fór fram í Suður-Kóreu og samkvæmt BBC var stemningin góð. Einhverjir voru þó ekki sáttir við sameinaða liðið, því lítill hópur fólks hópaðist fyrir framan völlinn og mótmælti. Einhverjir í Suður-Kóreu eru svo ósáttir við sameininguna, þar sem hún minnkar möguleika liðsins á að hafna í verðlaunasæti.

Stemningin fyrir leikinn var góð.
Stemningin fyrir leikinn var góð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert