Lygilegt jöfnunarmark í NHL-deildinni (myndskeið)

K'Andre Miller, fyrir miðju, fagnar mögnuðu jöfnunarmarki sínu.
K'Andre Miller, fyrir miðju, fagnar mögnuðu jöfnunarmarki sínu. AFP/Sarah Stier

K’Andre Miller, leikmaður New York Rangers í bandarísku NHL-deildinni íshokkíi, skoraði eftirminnilegt mark fyrir lið sitt þegar það hafði betur, 2:1, gegn Dallas Stars í gærkvöldi.

Dallas virtist eiga sigurinn vísan þar sem staðan var 1:0 og örfáar sekúndur eftir af þriðju og síðustu lotu.

Eftir mikinn darraðardans í blálokin skoraði Miller þegar tæp sekúnda var eftir á klukkunni.

Hann knúði þar með fram framlengingu, þar sem New York sneri taflinu við með marki frá Adam Fox og tryggði sér þannig dramatískan sigur.

Markið má sjá hér:

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Viaplay.

Leikmenn New York Rangers fagna sigurmarki Adam Fox.
Leikmenn New York Rangers fagna sigurmarki Adam Fox. AFP/Sarah Stier
mbl.is