Einar Árni: Erum sísti kosturinn

Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, sem mætir Grindavík í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Iceland Exrpess-deildinni, í kvöld kl. 19.15, í Grindavík segir menn innan félagsins vera ánægða með að hafa komst í úrslitakeppnina, ekki síst miðað við spár sem voru upp í haust um gengi hið unga liðs Njarðvíkur.

„Við erum að fara inn í úrslitakeppnina sem sísti kosturinn sem væntanleg meistaraefni,“ segir Einar Árni. „Við ætlum hinsvegar að njóta þess að taka þátt, menn ætla að gera sitt besta og reyna að vinna leik. Það verður hinsvegar ekkert auðvelt því við mætum vel mönnuðu liði Grindavíkur þar sem enga veika bletti er að finna,“ segir Einar Árni.

mbl.is