Pavel samdi við Norrköping

Pavel Ermolinskij varð Íslands- og bikarmeistari með KR 2011.
Pavel Ermolinskij varð Íslands- og bikarmeistari með KR 2011. mbl.is

Körfuknattleiksmaðurinn Pavel Ermolinskij samdi í gær við sænsku meistarana í Norrköping Dolphins til eins árs líkt og Morgunblaðið greindi frá að stæði til um síðustu helgi.

Pavel lék á síðustu leiktíð með Sundsvall Dragons í Svíþjóð eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með KR 2011. Hann reiknar með að koma til móts við sína nýju félaga eftir leiki Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fara fram dagana 15. ágúst til 11. september.

mbl.is